Dýralæknir heimsótti skólann
Kaupa Í körfu
Færst hefur í vöxt að foreldrar heimsæki skóla og segi frá störfum sínum eða öðru sem nemendur hafa áhuga á. Gunnar Gauti Gunnarsson dýralæknir heimsótti 1. og 2. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi nýlega og sagði nemendum frá dýralækningum og frá hundinum sínum honum Káti sem hann átti þegar hann var lítill drengur. Kátur varð fyrir bíl og Gunnar jarðaði hann í hrauninu við Bifröst fyrir 42 árum. Gunnar útbjó þá kross á leiðið og hefur heimsótt staðinn nokkrum sinnum. Núna er sá kross horfinn en í staðinn ætlar Gunnar að láta nýjan kross sem hann lét smíða og skera út í "Kátur fæddur 1959 dáinn 1961". Börnin hlustuðu dolfallin á frásögn Gunnars og vildu síðan mörg taka þátt í umræðum. Sum höfðu átt dýr og misst eða þekktu einhvern sem hafði orðið fyrir missi. Heimsókn foreldra í skóla styrkir skólastarfið og eykur fjölbreytni í dagsins önn. MYNDATEXTI: Sagt frá Káti: Gunnar Gauti Gunnarsson með krossinn og dóttur sína Margréti í fanginu í skólanum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir