Ný stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva

Ný stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva

Kaupa Í körfu

FJÓRIR nýir menn voru kjörnir í stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva á aðalfundi samtakanna í síðustu viku. Þeir Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri, Guðmundar Runólfssonar á Grundarfirði, Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, Óskar Garðarsson, fjármálastjóri Eskju á Eskifirði, og Örn Viðar Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri SÍF, voru kjörnir í stjórn í stað þeirra Björgólfs Jóhannssonar, Neskaupstað, Elfars Aðalsteinssonar, Eskifirði, Jóhannesar Más Jóhannessonar, Reykjavík, og Þórðar Jónssonar, Siglufirði. Þá voru þeir Gunnar Tómasson, Grindavík, Jón E. Friðriksson, Sauðárkróki, Kristján G. Jóakimsson, Ísafirði, Sigurður Viggósson, Patreksfirði og Svavar Svavarsson, Reykjavík, endurkjörnir í stjórn til næstu tveggja ára. Aðrir í stjórn SF eru þeir Aðalsteinn Helgason, Akureyri, Einar Jónatansson, Bolungarvík, Ellert Kristinsson, Stykkishólmi, Gunnar Larsen, Akureyri, Hermann Stefánsson, Hornafirði, Kristján Hjaltason, Reykjavík, og Róbert Guðfinnsson, Siglufirði. Arnar Sigurmundsson, Vestmannaeyjum, er formaður stjórnar SF. MYNDATEXTI: Ný stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar