Nonnahús - beinafundur

Kristján Kristjánsson

Nonnahús - beinafundur

Kaupa Í körfu

Davíð Þór Óskarsson grefur holur við Nonnahús. "ÉG hef fundið bein eða beinflísar í nánast hverri holu," sagði Davíð Þór Óskarsson, starfsmaður Garðtækni, sem var að grafa nokkrar holur á lóðinni við Nonnahús. "Mér er ekki kunnugt um hvort þetta eru manna- eða dýrabein en ætla að fá einhvern til þess að skoða þau." Þessa dagana er unnið að lagfæringum á lóðinni við Nonnahús og var Davíð Þór að grafa holurnar í tengslum við þá framkvæmd. Þar er m.a. verið að lagfæra grjóthleðsuna á göngustígnum að húsinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar