Sönglagið Lífsins ljóð, æft

Helgi Bjarnason

Sönglagið Lífsins ljóð, æft

Kaupa Í körfu

"Garðurinn sífellt menn seiðir; sýnir þeim spánnýjar leiðir." Þannig hljóðar upphaf Lífsins ljóðs, nýs sönglags Jóhönnu Fjólu Ólafsdóttur við ljóð Þorsteins Eggertssonar sem tileinkað er Garðinum. Það verður frumflutt af Birtu Rós Arnórsdóttur söngkonu og hljómsveitinni Grænum vinum á sýningu sem haldin verður í Garðinum um næstu helgi í tilefni af 10 ára afmæli Íþróttamiðstöðvarinnar og 95 ára afmæli Gerðahrepps. MYNDATEXTI: Í pásu á æfingu sönglagsins Lífsins ljóð: Höfundarnir Þorsteinn Eggertsson og Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir eru með Birtu Rós Arnórsdóttur söngkonu á milli sín. Á bak við þau eru Grænir vinir, þeir Sigurjón Georg Ingibjörnsson, Jón Rósmann Ólafsson og Friðrik Ívarsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar