Jónsi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir

Jónsi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir

Kaupa Í körfu

Í svörtum fötum leitaði til Stjörnuleitarinnar NÝTT lag með Í svörtum fötum er komið í spilun og heitir það "Þrá". Það verður að finna á nýrri plötu sveitarinnar sem væntanleg er á næstu vikum. Þetta er þó skrifað vegna söngkonunnar sem leggur sveitinni lið í laginu. Hún heitir Sylvía Rut Sigfúsdóttir, er sextán ára gömul, og hefur komið fyrir augu landans í þættinum Stjörnuleit á Stöð 2, þar sem fólk spreytir sig í söng. Sylvíu var ekki hleypt áfram af dómurum keppninnar og þótti brotthvarf Sylvíu vera afar dramatískt þar sem músum var brynnt og taugarnar þandar til hins ýtrasta. MYNDATEXTI: Jónsi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir, á Stjörnutorgi náttúrlega!

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar