Helga Björg Ragnarsdóttir

Steinunn Ásmundsdóttir

Helga Björg Ragnarsdóttir

Kaupa Í körfu

Í DAG er haldin á Seyðisfirði ráðstefnan Konur í stóru samhengi. Er hún liður í sýninga- og ráðstefnuröð undir yfirskriftinni Athafnakonur, sem fer um landið á næstu vikum. Verkefnið er unnið að tilstuðlan Kvennasjóðs Vinnumálastofnunar, í samstarfi við atvinnu- og jafnréttisráðgjafa Norðaustur- og suðurkjördæma. Helga Björg Ragnarsdóttir er atvinnu- og jafnréttisráðgjafi Norðausturkjördæmis. "Hugsunin var sú að gera atvinnurekstur kvenna sýnilegan með því að bjóða kvenfyrirtækjum sem fengið hafa styrk eða notið stuðnings frá Kvennasjóði að kynna sig á einum stað," segir Helga Björg. "Það ætti að gefa mynd af því í hversu fjölbreyttum atvinnurekstri konur eru. Ákveðið var að fara í þetta verkefni, fjórar sýningar og ráðstefnur og markmiðið að konur geti kynnt fyrirtæki sín og að umræða skapist um atvinnumál kvenna á sama tíma. Því eru ráðstefnur haldnar samhliða sýningunum." MYNDATEXTI: Helga Björg Ragnarsdóttir atvinnu- og jafnréttisráðgjafi Norðausturkjördæmis

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar