Rögnvaldur og Ólafur

Ásdís Ásgeirsdóttir

Rögnvaldur og Ólafur

Kaupa Í körfu

ÞEIR Ólafur Rögnvaldsson og Rögnvaldur Ólafsson luma á mörgum kókosbolluminningum enda var bollan sú stór hluti af tilvist þeirra feðga. Jórunn heitin Jónsdóttir, fyrrum eiginkona Rögnvalds og móðir Ólafs, er konan sem fyrst manna byrjaði að framleiða kókosbollur á Íslandi rétt fyrir miðja síðustu öld. Hún var ung og kraftmikil kona sem tók verslunarpróf og vílaði ekki fyrir sér að stofna sælgætisgerð sem hún nefndi Völu eftir móður sinni, Valgerði Sveinsdóttur. Enn í dag eru kókosbollur framleiddar í sælgætisgerðinni Völu en Jórunn seldi fyrirtækið fyrir um tuttugu árum. MYNDATEXTI: Feðgarnir Ólafur Rögnvaldsson tv. og Rögnvaldur Ólafsson eru ekki sólgnir í kókosbollur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar