Barnaþing Grafarvogi

Barnaþing Grafarvogi

Kaupa Í körfu

Ungum þingmönnum á Barnaþingi Grafarvogs þykir mikilvægt að sinna betur ruslamálum, setja upp fleiri ruslatunnur, hætta að henda rusli á víðavangi og halda árlega tiltektardaga þar sem krakkarnir úr skólunum tína rusl í nágrenni þeirra. Barnaþing í Grafarvogi var haldið í gær, annað árið í röð, en á þinginu ræddu börn í 6. bekk í grunnskólum Grafarvogs sín hugðarefni, hvernig er að búa í Grafarvogi og hvernig þau og aðrir geta bætt hverfið. MYNDATEXTI: Barnaþing: Það var þéttsetinn bekkurinn þegar 6. bekkingar úr Grafarvogi þinguðu um hverfið sitt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar