Atlantsolía

Þorkell

Atlantsolía

Kaupa Í körfu

ORKAN lækkaði verð á dísilolíu á einni stöð félagsins í Hafnarfirði sl. laugardagsmorgun, í 34,80 kr. lítrann. Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. laugardag hefur Atlantsolía hafið sölu á olíu til einkabíla á einni stöð sem staðsett er við Hafnarfjarðarhöfn og selur lítrann á 35 kr. Annars staðar, eins og á útsölustað Orkunnar í Kópavogi, er útsöluverðið 38,80 kr. eða 4 kr. hærra en í Hafnarfirði. Atlantsolía telur að það varði við samkeppnislög að lækka verð á einum útsölustað og mun láta á það reyna með kæru til Samkeppnisstofnunar. MYNDATEXTI: Atlantsolía hefur hafið sölu á olíu á bíla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar