ÍR - Haukar 36:30

Jim Smart

ÍR - Haukar 36:30

Kaupa Í körfu

Léttleikandi ÍR-ingar fóru á kostum svo að Haukar sáu aldrei til sólar þegar efstu lið suður-riðli 1. deildar börðust í Breiðholtinu í gærkvöldi. Haukar virtust ekki fyllilega með hugann við leikinn, þraukuðu þó fyrstu tíu mínúturnar en eftir það léku Breiðhyltingar á als oddi og tóku efsta sæti riðilsins með sannfærandi 36:30 sigri. Myndatexti: Hannes Jón Jónsson, ÍR-ingur, reynir að brjótast í gegnum vörn Hauka en Matthías Árni Ingimarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson freista þess að stöðva hann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar