Refur

Jónas Erlendsson

Refur

Kaupa Í körfu

Tilbúinn að takast á við veturinn Þessi fallegi rebbi var á leið til sjávar í ætisleit þegar fréttaritari rakst á hann í gærmorgun. Fréttaritari var að smala kindum og var engu líkara en að rebbi væri að velta fyrir sér hvort hann myndi ráða við fullvaxnar kindur. Eins getur verið að hann hafi bara verið að leika. Refurinn var frekar smár og líklega kominn úr goti frá því í sumar. Hann er þó orðinn fullbúinn undir komandi vetur; orðinn snjóhvítur á feldinn. ( Í morgun austan við Vík í Mýrdal af ref sem var á vappi sunnan við þjóðveg 1 )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar