Jafnréttisráð

Jim Smart

Jafnréttisráð

Kaupa Í körfu

KVENRÉTTINDAFÉLAGI Íslands var í gær veitt árleg jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs. Formaður Kvenréttinafélagsins, Þorbjörg Inga Jónsdóttir, tók við viðurkenningunni úr hendi Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við athöfn í Ráðherrabústaðnum. Fanný Gunnarsdóttir, formaður Jafnréttisráðs, sagði við þetta tækifæri að Kvenréttindafélagið hafi í hartnær hundrað ár barist fyrir réttindum kvenna. Fimm fyrrverandi formenn Kvenréttindafélagsins voru viðstaddir afhendinguna en þeir eru Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir, Bryndís Hlöðversdóttir og Sigríður Lillý Baldursdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar