Vegagerð í Kolgrafafirði

Gunnar Kristjánsson

Vegagerð í Kolgrafafirði

Kaupa Í körfu

Framkvæmdum við lagningu nýs vegar og smíði brúar yfir Kolgrafafjörð í Eyrarsveit miðar vel. Nýverið var gengið frá samningum við verktaka um flýtingu verksins. Samkvæmt upphaflegri áætlun áttu verklok að vera haustið 2005 en þeim hefur verið flýtt til áramóta 2004. Að sögn Ingva Árnasonar, deildarstjóra hjá Vegagerðinni í Borgarnesi, eru fyllingar á landi að mestu búnar og vinnsla á grjóti í fyllingu út í fjörðinn hafin í Mjósundum. Búið er að steypa 2 landstólpa og 3 af fjórum millistöplum og vinna við brúargólf hafin. Gólf brúarinnar, sem er 230 metra langt, verður steypt í tveimur áföngum og er gert ráð fyrir að brúarvinnu verði lokið í desember á þessu ári. Verktakar við framkvæmdirnar eru Háfell sem sér um vegalagninguna og Eykt sem annast brúarsmíðina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar