Nói - Jóhann Ingimarsson

Kristján Kristjánsson

Nói - Jóhann Ingimarsson

Kaupa Í körfu

"ÉG ER alltaf á fartinni. Það heldur mér gangandi," segir Jóhann Ingimarsson sem jafnan er kallaður Nói og ýmist kenndur við Örkina, húsgagnaverslun sína eða fyrirtæki sitt frá því á árum áður, Valbjörk. Nói flutti á dögunum í nýja íbúð í Skálateig, "og mig langaði ekki að taka gömlu húsgögnin með, svo ég smíðaði ný," segir hann en hann var við þá iðju á Punktinum löngum stundum og líkaði vel. "Fínt að vera á Punktinum, " segir hann, en bætir við að tækin sem þar eru í boði séu dálítið úr sér gengin og endurnýjunar þörf. MYNDATEXTI: Auk húsgagna í stofu og eldhús smíðaði Jóhann líka hjónarúm og náttborð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar