Helena Jónsdóttir

Helena Jónsdóttir

Kaupa Í körfu

BÚIÐ er að velja Zimmer, verk Helenu Jónsdóttur, dansahöfundar og leikstjóra, í úrslit alþjóðlegrar samkeppni í Köln í Þýskalandi, "Video Dance Production Award". Alþjóðleg dómnefnd sérfræðinga valdi sex handrit úr á annað hundrað innsendum verkum til áframhaldandi vinnslu og var handrit Helenu þar á meðal. Fær hver þátttakandi í úrslitum ákveðna fjárupphæð til að vinna svokallaðan "pilot", eða fullunnið sýnishorn úr myndinni. Tilkynnt verður síðan í febrúar hver höfundanna fær styrk til fullvinnslu síns verks. Í kjölfarið er séð um dreifingu verðlaunamyndarinnar á sjónvarpsstöðvar og á kvikmyndahátíðir MYNDATEXTI: Helena Jónsdóttir, dansahöfundur og leikstjóri, en með henni er sonur hennar, Dagur Benedikt Reynisson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar