Krossgáta

Sverrir Vilhelmsson

Krossgáta

Kaupa Í körfu

KROSSGÁTAN í Morgunblaðinu á sunnudögum hefur vakið athygli og hrifningu margra sem fást við þá hugarleikfimi sem ráðning á krossgátu er. Í þeim hópi eru þrír félagar í Lionsklúbbnum Baldri, þeir Benedikt Antonsson viðskiptafræðingur, Kristján Oddsson, fyrrverandi bankastjóri, og dr. Sturla Friðriksson erfðafræðingur. Allt frá því krossgátan hóf göngu sína í sunnudagsblaðinu, fyrir um það bil tveimur árum, hafa þeir beðið spenntir eftir því að fá sunnudagsblaðið í hendur og svo keppast þeir um hver er fyrstur að ráða krossgátuna. En hver þeirra er venjulega fyrstur að ráða gátuna? MYNDATEXTI: Pikkfastur og flæktur er úrtak. Lausnin er: stikkprufa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar