Hildur Jónsdóttir
Kaupa Í körfu
HILDUR Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar, fékk starfsviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2002 og er það í fyrsta sinn sem stofnun fær ekki viðurkenninguna. ÍTR fékk starfsviðurkenninguna fyrir árið 1997, Félagsþjónustan 1998, Leikskólar Reykjavíkur 1999, Miðgarður 200 og verkefnisstjórn Menningarnætur 2001. Í ávarpi Þórólfs Árnasonar borgarstjóra við afhendinguna á föstudag kom m.a. fram að staða jafnréttisráðgjafa borgarinnar hefði verið sett á laggirnar 1996 og síðan hefði Hildur unnið ötullega að því að jafna stöðu og kjör karla og kvenna hjá Reykjavíkurborg. Hlutfall kynja í æðstu stjórnunarstöðum hefði þannig verið jafnað og launamunur kynjanna minnkað úr 15,5% árið 1995 í 7% árið 2001, en samkvæmt nýrri jafnréttisstefnu borgarinnar sé markmiðið að "Reykjavíkurborg verði í fremstu röð fyrir frumkvæði og faglegt starf að jafnréttismálum sem tryggi konum og körlum jöfn áhrif, tækifæri og virðingu".
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir