Hildur Jónsdóttir

Hildur Jónsdóttir

Kaupa Í körfu

HILDUR Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar, fékk starfsviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2002 og er það í fyrsta sinn sem stofnun fær ekki viðurkenninguna. ÍTR fékk starfsviðurkenninguna fyrir árið 1997, Félagsþjónustan 1998, Leikskólar Reykjavíkur 1999, Miðgarður 200 og verkefnisstjórn Menningarnætur 2001. Í ávarpi Þórólfs Árnasonar borgarstjóra við afhendinguna á föstudag kom m.a. fram að staða jafnréttisráðgjafa borgarinnar hefði verið sett á laggirnar 1996 og síðan hefði Hildur unnið ötullega að því að jafna stöðu og kjör karla og kvenna hjá Reykjavíkurborg. Hlutfall kynja í æðstu stjórnunarstöðum hefði þannig verið jafnað og launamunur kynjanna minnkað úr 15,5% árið 1995 í 7% árið 2001, en samkvæmt nýrri jafnréttisstefnu borgarinnar sé markmiðið að "Reykjavíkurborg verði í fremstu röð fyrir frumkvæði og faglegt starf að jafnréttismálum sem tryggi konum og körlum jöfn áhrif, tækifæri og virðingu".

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar