Geimálfurinn Gígur

Garðar Páll Vignisson

Geimálfurinn Gígur

Kaupa Í körfu

Geimálfurinn Gígur frá Varslys mætti á árlegan haustfund Slysavarnardeildarinnar Þórkötlu og sýndi meðal annars hvers vegna nauðsynlegt er að nota hjálma, stjórnaði söng og fleira. "Geimálfurinn Gígur ætlar síðan að fara í heimsókn í grunnskóla landsins. Hann ætlar að ræða við krakkana á miðstigi en til stendur að hann fylgi eftir námsefni sem er verið að gefa út af Landsbjörg. Þetta námsefni fjallar um slysavarnir og miðað við hve skemmtilega geimálfurinn kom þessu til skila hjá okkur þá höldum við að hann eigi ekki í vandræðum með að heilla krakkana," sagði Gerður Gunnlaugsdóttir frá slysavarnardeildinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar