Hulda Björg Ágústsdóttir - Kisuberjartréð

Sverrir Vilhelmsson

Hulda Björg Ágústsdóttir - Kisuberjartréð

Kaupa Í körfu

* HÖNNUN LISTAKONAN og hönnuðurinn Hulda Björg Ágústsdóttir er eini Íslendingurinn sem valin var til að taka þátt í samnorrænu listasýningunni Kunsthandverk 2003, sem nú stendur yfir í listamiðstöðinni Rauðasteini í Gautaborg. Auk hennar eru þrjátíu listamenn frá hinum Norðurlöndunum með verk á sýningunni, sem formlega var opnuð hinn 18. október síðastliðinn og stendur til loka nóvembermánaðar. Í tengslum við sýninguna fer fram ráðstefna dagana 6.-8. nóvember þar sem fjallað verður um nytjalist á Norðurlöndunum og þann sess sem hún skipar í alþjóðlegu samhengi. MYNDATEXTI: Ísmolakubbafesti: Glært plastið minnir óneitanlega á klaka. Til vinstri er armband þar sem blaðsilfur hefur verið unnið í plastið og skapar það spennandi andstæður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar