Kynslóðabrú - Prjóna

Svanhildur Eiríksdóttir

Kynslóðabrú - Prjóna

Kaupa Í körfu

Tápmiklir táningar og ernir öldungar slá saman prjónunum í Reykjanesbæ "Mér finnst dásamlegt að vera innan um þetta unga fólk. Reyndar finnst mér aldrei vera neitt kynslóðabil, sennilega af því að ég á svo mikið af afkomendum á öllum aldri," sagði Magnþóra Þórarinsdóttir, nefndarmaður í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum, þegar Tómstundastarf eldri borgara og félagsmiðstöðin Fjörheimar hófu prjónun á kynslóðabrú sl. þriðjudag. Alls 9 konur og 11 unglingar voru saman komin í Selinu, félagsheimili eldri borgara, þar af einn ungur maður. Morgunblaðið brá sér á staðinn og ræddi við pjónamenn og -konur. MYNDATEXTI: Kynslóðabrúin verður til og ekkert er gefið eftir í prjónaskapnum, enda áhuginn á verkefninu mikill hjá báðum kynslóðum, enginn tími fyrir dund.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar