Fólkið - forsíða Gísli og Ernir

Árni Torfason

Fólkið - forsíða Gísli og Ernir

Kaupa Í körfu

Forsíðumyndina tók Árni Torfason af félögunum Erni Eyjólfssyni og Gísla Sverrissyni. Ernir er tvítugur nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi á náttúrufræðibraut en Gísli er nítján ára á upplýsinga- og fjölmiðlafræðibraut í Borgarholtsskóla. Gísli er þessa dagana að hjálpa Erni við að gera upp gamlan Saab, árgerð 86, og ætla þeir í sameiningu að reyna að laga hann og koma honum á götuna. Tónlist er áhugamál þeirra beggja en Gísli hefur líka gaman af að ferðast og gæti hugsað sér að starfa í ferðaþjónustu í framtíðinni. Ernir stefnir hins vegar að því að vinna við eitthvað sem tengist raungreinum. Tilvísun á bls. 2 - Forsíðumynd

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar