Jónas R. Jónsson

Jim Smart

Jónas R. Jónsson

Kaupa Í körfu

Íslenski hesturinn hefur eignast sérstakan málsvara og umboðsmann sem er Jónas R. Jónsson. Guðni Einarsson ræddi við Jónas um markaðssetningu hesta, fjarbúð í útlöndum og sjónvarpsþáttinn Viltu vinna milljón? Jónas R. Jónsson er flestum landsmönnum, sem komnir eru til vits og ára, vel kunnur. Hann vakti ungur athygli sem vinsæll söngvari og hvatti landsmenn m.a. til að "slappa af". Varð svo stjórnandi sjónvarpsþátta og síðar dagskrárstjóri Stöðvar 2 svo fátt eitt sé nefnt. Síðan hvarf hann til starfa erlendis og er nýlega snúinn heim eftir að hafa unnið að markaðsmálum víða um heim. Stofnað var til embættis umboðsmanns íslenska hestsins hinn 8. apríl síðastliðinn með undirritun samkomulags landbúnaðarráðherra, samgönguráðherra og utanríkisráðherra. Auk þess nýtur verkefnið sérstaks stuðnings Kaupþings-Búnaðarbanka, Flugleiða og Toyota. Tilgangurinn er að kynna og markaðssetja þarfasta þjóninn innanlands og utan. Jónas R. Jónsson var ráðinn forstöðumaður verkefnisins 1. ágúst síðastliðinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar