Afmæli Nautgripafélags Hrunamanna

Sigurður Sigmundsson

Afmæli Nautgripafélags Hrunamanna

Kaupa Í körfu

Nautgriparæktarfélag Hrunamanna 100 ára Hrunamannahreppi | Kúabændur í Hrunamannahreppi og margir góðir gestir minntust þess að kvöldi fyrsta nóvember í Félagsheimilinu á Flúðum að eitt hundrað ár eru liðin frá stofnun Nautgriparæktarfélags Hrunamanna. Í tilefni afmælishátíðarinnar var haldin ráðstefna á vegum Búnaðarsambands Suðurlands um nautgriparækt á Íslandi í eina öld, frá 1903 til 2003 þar sem færustu vísindamenn á sviði nautgriparæktar héldu gagnmerk erindi MYNDATEXTI: Við stjórnvölinn: Stjórn Nautgriparæktarfélags Hrunamanna við málverk af hinni landskunnu Huppu frá Kluftum. Þau halda á 100 ára afmælisritinu. F.v. Esther Guðjónsdóttir, Þórunn Andrésdóttir og Jón Viðar Finnsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar