Agnar Jón Egilsson

Agnar Jón Egilsson

Kaupa Í körfu

- Í rauninni var ég að hrista hópinn saman, slá úr þeim slenið, segir Agnar Jón Egilsson, sem hefur annast framkomuþjálfun fyrir þátttakendur í Stjörnuleit. Ég beitti hefðbundnum aðferðum til að fá þau til að opna sig, sem þú fyndir á flestum leiklistarnámskeiðum. Var þetta móttækilegt fólk? - Já, mjög svo, en þátttakendurnir eru rosalega misjafnir. Þó að margir stykkju beint upp á svið, þá voru feimnir krakkar inni á milli. Aldurinn er misjafn og bakgrunnurinn ólíkur, þannig að ekki dugar sama aðferðin á alla. Það er engin ein leyniuppskrift. Það þarf að leyfa þeim að ná tengslum við barnið í sér, sérstaklega fyrir hvert annað, þá fá þau stuðning. Þó að það sé samkeppni skiptir máli að hópurinn sé góður. Annars eru þau bara ein í myrkrinu."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar