Borgarskjalasafn fær gögn KKR

Ásdís Ásgeirsdóttir

Borgarskjalasafn fær gögn KKR

Kaupa Í körfu

KNATTSPYRNURÁÐ Reykjavíkur, KRR, afhenti í gær Borgarskjalasafni öll skjöl ráðsins til varðveislu, þar á meðal fundargerðarbækur allt frá fyrsta fundi ráðsins 29. maí 1919 og til dagsins í dag en ráðið hefur haldið 3.435 fundi. Steinn Halldórsson, formaður KRR, afhenti Svanhildi Bogadóttur, borgarskjalaverði, gögnin og sagði við það tækifæri að ráðið hefði verið svo lánsamt að halda öllum gögnum til haga, ólíkt því sem því miður virtist raunin með mörg íþróttafélög. MYNDATEXTI: Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður og Steinn Halldórsson, formaður knattspyrnuráðs Reykjavíkur, ganga frá samningi um vörslu skjala KRR. Boltarnir úr fyrsta landsleik Íslands eru í forgrunni - T-boltar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar