Gagarín

Sverrir Vilhelmsson

Gagarín

Kaupa Í körfu

Margmiðlunarfyrirtækið Gagarín ehf. á þrjú verkefni af átta íslenskum sem tilnefnd hafa verið til margmiðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna, World Summit Award. Að sögn Guðnýjar Káradóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er þetta mikil viðurkenning fyrir Gagarín, sem unnið hefur að hönnun og framleiðslu efnis fyrir gagnvirka miðla frá árinu 1996. Við val á tilnefningum var leitast við að finna og kynna framleiðslu, þar sem sérstök áhersla er lögð á gott og aðgengilegt efni, sem gagnast getur sem flestum. Í heild voru 800 verkefni frá 136 löndum tilnefnd til verðlauna, sem veitt verða í átta flokkum MYNDATEXTI: Aðgengilegt efni: Tvær af þremur tilnefningum, sem komu í hlut Gagaríns, eru komnar á geisladiska, "Upplifðu Þingvelli" og "Vetni - orkuberi framtíðar."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar