Atskák

Sverrir Vilhelmsson

Atskák

Kaupa Í körfu

ATSKÁKAREINVÍGI þeirra Friðriks Ólafssonar og Bents Larsen, KB-einvígið, hefst á Hótel Loftleiðum kl. 18 á morgun, þriðjudag, en það er haldið til að minnast frægs einvígis sem þeir háðu rúmlega tvítugir að aldri um Norðurlandameistaratitil í skák í Sjómannaskólanum árið 1956. Friðrik og Bent tefla alls átta atskákir eða jafnmargar skákir og í einvíginu fræga. Tefldar verða tvær skákir á hverju kvöldi og verða síðustu skákirnar tefldar á föstudagskvöldið Segja má að enn sé allt algerlega í járnum milli Friðriks og Bents því þeir munu hafa teflt 33 skákir frá árinu 1951 og hafa einungis þrjár þeirra endað með jafntefli en fimmtán sinnum hefur hvor um sig sigrað. Friðrik og Bent settust niður við skákborðið í Sjómannaskólanum í gær og rifjuðu upp gamla daga. Bent gat ekki látið hjá líða að minna Friðrik á gamla afleiki úr fyrri viðureignum þeirra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar