Menningarmálanefnd - Styrkir
Kaupa Í körfu
Menningarmálanefnd borgarinnar kynnir styrki og samstarfssamninga MENNINGARMÁLANEFND Reykjavíkur tilkynnti í gær úthlutun starfslauna borgarinnar 2004 og nýja og endurnýjaða samstarfssamninga Reykjavíkurborgar við sviðslistahópa, gallerí, söfn, tónlistarhópa og hátíðir í Reykjavíkurborg til allt að þriggja ára fyrir árin 2004, 2005 og 2006. Athöfnin fór fram í Höfða og hófst með ávarpi borgarstjóra, Þórólfs Árnasonar. Stefán Jón Hafstein, formaður menningarmálanefndar, tilkynnti niðurstöður nefndarinnar./Starfslaun borgarinnar til listamanna 2004 skiptast milli átta listamanna þannig: Barði Jóhannsson tónlistarmaður fær fimm mánaða laun, Egill Heiðar Anton Pálsson leikari fimm mánuði, Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður fjóra mánuði, Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fimm mánuði, Erla Þórarinsdóttir myndlistarmaður fimm mánuði, Hafsteinn Austmann myndlistarmaður fimm mánuði, Helena Jónsdóttir danshöfundur fimm mánuði og Hörður Torfason söngvaskáld og leikari fimm mánuði. MYNDATEXTI: Borgarstjóri og formaður menningarmálanefndar ásamt hópi styrkþega.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir