Skautakennsla

Kristján Kristjánsson

Skautakennsla

Kaupa Í körfu

Börn í grunnskólum Akureyrar fá kennslu í vetraríþróttum "ÞETTA er miklu skemmtilegra en innileikfimi, miklu meira fjör," sagði Unnar Torfi Steinarsson sem ásamt skólafélögum sínum í 3. bekk í Giljaskóla fór í Skautahöllina í vikunni, en skautakennsla er nú orðin fastur liður í íþróttakennslu barna í 3. og 4. bekk allra grunnskóla í bænum. Börnin munu fara á skauta í eina klukkustund á viku næstu fjórar vikur í fylgd íþróttakennara og kennara sem munu leiðbeina þeim. MYNDATEXTI: Tilbreyting: Krökkunum fannst það góð tilbreyting að bregða sér á skauta í stað hefðbundinnar innileikfimi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar