Viðurkenningar fyrir ljóð
Kaupa Í körfu
"Við ortum þessi ljóð bara í tíma eftir að kennarinn hafði sagt okkur að gera það," sögðu félagarnir Magnús Þór Magnússon og Kristján Helgi Olsen Ævarsson í samtali við Morgunblaðið eftir að hafa tekið við viðurkenningum fyrir ljóð sín. Auk þeirra fengu Ingi Snær Þórhallsson og Ingibjörg Íris Ásgeirsdóttir viðurkenningar fyrir skáldskap sinn. Bókasafn Reykjanesbæjar og Sparisjóðurinn í Keflavík veittu fjórum ungum skáldum í Reykjanesbæ viðurkenningu fyrir ljóð sem þau höfðu sent inn í ljóðasamkeppnina "Ljóð unga fólksins". Alls barst 131 ljóð frá 99 skáldum til Bókasafns Reykjanesbæjar en 18 ljóð frá 16 skáldum voru send áfram til úrslita. MYNDATEXTI: Skáldin ungu: Ingi Snær Þórhallsson, Magnús Þór Magnússon og Kristján Helgi Olsen Ævarsson. Ingibjörg Íris Ásgeirsdóttir var fjarri góðu gamni þegar myndataka fór fram.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir