Viðurkenningar fyrir ljóð

Svanhildur Eiríksdóttir

Viðurkenningar fyrir ljóð

Kaupa Í körfu

"Við ortum þessi ljóð bara í tíma eftir að kennarinn hafði sagt okkur að gera það," sögðu félagarnir Magnús Þór Magnússon og Kristján Helgi Olsen Ævarsson í samtali við Morgunblaðið eftir að hafa tekið við viðurkenningum fyrir ljóð sín. Auk þeirra fengu Ingi Snær Þórhallsson og Ingibjörg Íris Ásgeirsdóttir viðurkenningar fyrir skáldskap sinn. Bókasafn Reykjanesbæjar og Sparisjóðurinn í Keflavík veittu fjórum ungum skáldum í Reykjanesbæ viðurkenningu fyrir ljóð sem þau höfðu sent inn í ljóðasamkeppnina "Ljóð unga fólksins". Alls barst 131 ljóð frá 99 skáldum til Bókasafns Reykjanesbæjar en 18 ljóð frá 16 skáldum voru send áfram til úrslita. MYNDATEXTI: Skáldin ungu: Ingi Snær Þórhallsson, Magnús Þór Magnússon og Kristján Helgi Olsen Ævarsson. Ingibjörg Íris Ásgeirsdóttir var fjarri góðu gamni þegar myndataka fór fram.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar