Landvernd - Könnun

Jim Smart

Landvernd - Könnun

Kaupa Í körfu

ÁHUGI á umhverfismálum eykst með aldri og aukinni menntun að því er fram kemur í nýrri könnum sem Gallup vann fyrir Landvernd, landgræðslu- og umhverfissamtök Íslands. Könnunin náði til 1.200 Íslendinga á aldrinum 16-75 ára og svörunin var 67%.Stærstur hluti aðspurðra, eða 85%, hafði mikinn eða nokkurn áhuga á umhverfis- og náttúruvernd og 63% telja mikla þörf fyrir samtök sem bæði veita fræðslu um þessi mál og halda uppi umræðu. Þá kom jafnframt fram að konur virðast hafa meiri áhuga en karlar á þessum málefnum. MYNDATEXTI: Niðurstöður könnunar, sem Gallup vann fyrir Landvernd, voru kynntar á fundi í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar