Brian Pilkington

Ásdís Ásgeirsdóttir

Brian Pilkington

Kaupa Í körfu

Þeir jólasveinar nefndust, - um jólin birtust þeir," segir meðal annars í jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum, og víst er að íslensku jólasveinarnir eru nú að búa sig undir að arka til byggða enda nálgast jólin óðfluga. Móðir þeirra Grýla er líka að rumska, sem og maður hennar Leppalúði, og jólakötturinn er eflaust farinn að sleikja út um. Listamaðurinn Brian Pilkington gæddi þetta hyski nýju lífi í bókinni Jólin okkar, sem Mál og menning gaf út árið 2001, þar sem hann brá skemmtilegu ljósi á fjölskyldu jólasveinanna og íslenska jólasiði í máli og myndum, við hlið hinna sígildu Grýlu- og jólasveinakvæða Jóhannesar úr Kötlum, sem fyrir löngu eru orðin samofin íslenskri þjóðarsál. Og nú er jólasveinafjölskyldan komin á kreik á ný, í þetta sinn í formi styttna, sem eru svo listilega hannaðar að engu er líkara en þær stígi ljóslifandi út úr bókinni. MYNDATEXTI:Forystusauðurinn: Stekkjastaur kom fyrstur, stinnur eins og tré.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar