Frumvarp um vændi

Ásdís Ásgeirsdóttir

Frumvarp um vændi

Kaupa Í körfu

Fjölmenni á málþingi ELSA og Politica um vændi DEILDAR meiningar voru um ýmsa þætti vændisfrumvarpsins svonefnda á fjölmennu málþingi í Háskólanum í Reykjavík á föstudag en frumvarpið felur í sér að kaup á kynlífsþjónustu verði refsiverð. Það voru ELSA, félag evrópskra laganema, og Politica, félag stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands (HÍ) sem stóðu fyrir málþinginu og buðu til sín fjórum fyrirlesurum, Kolbrúnu Halldórsdóttur, þingkonu Vinstri grænna og einnar flutningskonu frumvarpsins, Ragnheiði Bragadóttur, prófessor í refsirétti við lagadeild HÍ, Sólveigu Pétursdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins og fyrrum dómsmálaráðherra, og Svani Kristjánssyni, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. MYNDATEXTI: Kolbrún Halldórsdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Ragnheiður Bragadóttir og Svanur Kristjánsson voru fyrirlesarar á málþingi um vændi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar