Æft í Salnum

Þorkell Þorkelsson

Æft í Salnum

Kaupa Í körfu

Vinir Indlands halda sína árlegu styrktartónleika í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, kl. 20 annað kvöld, þriðjudagskvöld. Meðal listamanna sem fram koma eru Elísabet Waage, hörpuleikari, Graduale kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar ásamt Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Gunnar Eyjólfsson leikari, Kristján Kristjánsson (KK) og Tríó Reykjavíkur skipað þeim Guðnýju Guðmundsdóttur, fiðluleikara, Gunnari Kvaran, sellóleikara og Peter Máté, píanóleikara.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar