Robert J. Chase

Robert J. Chase

Kaupa Í körfu

FORSTÖÐUMAÐUR Alþjóðlegu áliðnaðarstofnunarinnar, Robert John Chase, segir í viðtali við Morgunblaðið að Ísland geti auðveldlega tekið forystu í áliðnaðinum á næstu árum þar sem tvö af stærstu álfyrirtækjum heims, Alcoa og Alcan, hafi komið sér fyrir hér á landi og Norðurál sé í örum vexti. Chase flutti fyrirlestur á álráðstefnunni á Hótel Nordica í gær um sjálfbæra þróun í áliðnaði, verkefni sem stofnun hans, International Aluminium Institute (IAI), vinnur að. MYNDATEXTI: Robert J. Chase, forstöðumaður IAI í London.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar