Ráðstefna um íslenskan áliðnað

Ásdís Ásgeirsdóttir

Ráðstefna um íslenskan áliðnað

Kaupa Í körfu

Ráðstefna um íslenskan áliðnað á Hótel Nordica í gær var fyrsti atburðurinn sem fyrirtækin Norðurál, Alcan og Alcoa standa að í sameiningu........... YFIRSKRIFT ráðstefnunnar, sem á annað hundrað manns sóttu, var "Íslenskur áliðnaður - ný meginstoð efnahagslífsins". Með því var verið að benda á að áliðnaðurinn hér á landi er orðin ein mesta útflutningsgreinin. Vöxturinn er ekki bara bundinn við Ísland, heldur er stöðugt verið að framleiða meira ál á heimsmarkaði, svo mikið að framboðið er talsvert umfram eftirspurnina, eins og fram kom í máli fyrirlesara á ráðstefnunni. Þó var ekki að heyra að það ylli mönnum sérstökum áhyggjum. MYNDATEXTI: Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, var ráðstefnustjóri og er hér á fremsta bekk ásamt fulltrúum álfyrirtækjanna þriggja sem stóðu að ráðstefnunni, þeim Mike Baltzell frá Alcoa, dr. Carmine Nappi frá Alcan í Kanada og Ragnari Guðmundssyni frá Norðuráli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar