Björgunarsveitin Vopni-Ernir

Jón Sigurðarson

Björgunarsveitin Vopni-Ernir

Kaupa Í körfu

Unglingar í björgunarsveitinni Vopna-Erni söfnuðu nýlega áheitum á Vopnafirði og Bakkafirði. Létu þau fyrirberast í gúmmíbjörgunarbáti úti á höfninni á Vopnafirði í einn sólarhring vopnuð nesti og hlýjum fatnaði. Aðspurð um veruna í bátnum sögðu þau hana hafa verið frekar kalda en allt hefði gengið vel. Með þessu móti söfnuðu unglingarnir um 300 þúsund krónum og verður því varið til reksturs unglingadeildar Vopna -Arnar. Vilja unglingarnir þakka öllum þeim sem hétu á þá. MYNDATEXTI: Unglingar í áheitasöfnun: Voru 24 klukkutíma í gúmmíbáti úti á Vopnafirði

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar