Mánaberg í viðgerð

Kristján Kristjánsson

Mánaberg í viðgerð

Kaupa Í körfu

Ágæt aflabrögð hjá frystitogurum Þormóðs ramma-Sæbergs að undanförnu TVEIR af frystitogurum Þormóðs ramma-Sæbergs hf., Mánaberg ÓF og Kleifaberg ÓF, þurftu að leita til hafnar í vikunni til viðgerða. Kleifaberg fór inn til Ísafjarðar vegna gangtruflana bæði í aðalvél og ljósavél og Mánaberg er í flotkvínni hjá Slippstöðinni á Akureyri, eftir að leki kom að skipinu. Kleifaberg er komið aftur á miðin fyrir vestan og ráðgert er að Mánaberg haldi aftur til veiða á morgun laugardag. MYNDATEXTI: Í flotkvínni: Unnið að viðgerð á Mánabergi ÓF hjá Slippstöðinni á Akureyri. Unnið að viðgerð á birðingi Mánabergs hjá Slippstöðinni á Akureyri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar