Björg og Áslaug - Barnaheill - Hringurinn

Þorkell Þorkelsson

Björg og Áslaug - Barnaheill - Hringurinn

Kaupa Í körfu

KVENFÉLAGIÐ Hringurinn fékk í gær viðurkenningu Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra. Guðbjörg Björnsdóttir, formaður Barnaheilla, sagði við þetta tækifæri að Hringurinn nyti bæði virðingar og stuðnings í samfélaginu og vísaði til þess að nýr barnaspítali Hringsins hafi verið vígður á árinu og innlagnir á barnasviðið væru rúmlega 4.000 á hverju ári en um 8.000 komur væru á bráðamóttöku. MYNDATEXTI: Björk Sigurjónsdóttir, 9 ára nemi við Fossvogsskóla, afhendir Áslaugu B. Viggósdóttur, formanni Kvenfélagsins Hringsins, viðurkenningu Barnaheilla við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar