Margrét Vilhjálmsdóttir

Margrét Vilhjálmsdóttir

Kaupa Í körfu

Það fara ekki allir í langbrókina hennar Hallgerðar Höskuldsdóttur, einnar umdeildustu persónu Íslendingasagnanna. Margrét Vilhjálmsdóttir fékk þó tækifæri til þess þegar hún lék Hallgerði í Njálssögu, leikinni heimildarmynd, sem frumsýnd verður í Regnboganum í dag. "Þetta var alveg dásamlegt," segir Margrét hressilega eins og hún á vanda til og gusturinn berst yfir Atlantshafið frá Lundúnum, þar sem hún var að ljúka við að leika í Rómeó og Júlíu. "Það var mikil upphefð að vera beðin að leika Hallgerði, þessa stórkostlegu og margslungnu persónu. Ég held allir Íslendingar hafi skoðun á henni, eins og öðrum persónum Njálu."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar