Textíllist

Skapti Hallgrímsson

Textíllist

Kaupa Í körfu

Textíllist heitir ný verslun sem opnuð hefur verið í miðbæ Akureyrar en eigandi hennar er Svandís Þóroddsdóttir fatahönnuður. Verslunin er til húsa við Hafnarstræti 104. Svandís sagði að eins og nafn verslunarinnar gæfi til kynna væri mikið um vörur út textíl á boðstólum í nýju búðinni. Hún selur m.a. margs konar varning, fatnað og annað sem íslenskir listamenn og fatahönnuðir hafa gert, einnig skartgripi og nytjahluti af ýmsu tagi. Þá hefur hún til sölu metravöru, ull til þæfingar og vonast til að bjóða innan tíðar upp á garn. Eins má finna gjafavöru í versluninni og þá hefur Svandís hug á að bjóða eigin hönnun, einkum barnafatnað, nú fyrir jólin MYNDATEXTI: Svandís Þóroddsdóttir, eigandi verslunarinnar Textíllistar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar