Úrval skjala

Guðrún Vala

Úrval skjala

Kaupa Í körfu

Borgarnes | Í tilefni af Norrænum skjaladegi laugardaginn 8. nóvember var opnuð sýning í Safnahúsi Borgarfjarðar sem stendur til 3. desember. Norrænn skjaladagur er sameiginlegur kynningardagur skjalasafna á Norðurlöndunum og má nálgast frekari upplýsingar á vefsíðunni: www.skjaladagur.is. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar stendur að sýningunni í samvinnu við Hestamannafélagið Faxa sem fagnar stórafmæli í ár. Til sýnis er úrval skjala úr skjalasafni hestamannafélagsins ásamt myndum og munum sem gefa innsýn í sjötíu ára sögu félagsins MYNDATEXTI: Mjög athyglisvert: Gestir á Norrænum skjaladegi, niðursokknir í myndband Óskars Þórs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar