Guðjón Friðriksson

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Guðjón Friðriksson

Kaupa Í körfu

Hvaða kvikmynd/tónlist/leikrit/ljóð/bók breytti lífi þínu? Árið 1950, þegar ég var 5 ára gamall, var mér tilkynnt með miklum fyrirvara að Guðný frænka og Kalli maður hennar ætlaðu að bjóða mér með sér í hið splunkunýja Þjóðleikhús til að sjá barnaleikritið Snædrottninguna, byggt á ævintýri H.C. Andersens. Ég hafði aldrei komið í leikhús og mikil eftirvænting bjó um sig í huga mínum, ekki síst vegna íbyggins viðmóts foreldra minna vegna þessa væntanlega atburðar og umtalsins um hið glæsta Þjóðleikhús. Á tilsettum tíma var ég búinn upp í mitt fínasta púss. Og þvílík upplifun! Þetta var upphafin stund í musteri og ég gaf mig allan á vald ævintýrsins. Æ síðan er leikhúsið minn staður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar