Lionsklúbburinn Agla gefur tæki

Guðrún Vala Elísdóttir

Lionsklúbburinn Agla gefur tæki

Kaupa Í körfu

Lionsklúbburinn Agla færði Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi lyftubaðstól að gjöf nýlega. Helga Helgadóttir, talsmaður Öglu, lét þess getið við afhendinguna að stóllinn væri fyrst og fremst gjöf frá íbúum sveitarfélagsins sem hefðu stutt ötullega við fjáröflun klúbbsins. Margrét Guðmundsdóttir veitti stólnum viðtöku og þakkaði fyrir höfðinglega gjöf auk þess sem hún ítrekaði að Dvalarheimilið ætti íbúum sveitarfélagsins mikið að þakka fyrir stuðning og hlýhug gegnum árin. MYNDATEXTI: Frá vinstri: Steinunn Ásta Guðmundsdóttir, Helga Helgadóttir, Þóra Björgvinsdóttir frá Lionsklúbbnum Öglu, Elín Björg Magnúsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir frá Dvalarheimilinu - með lyftubaðstólinn á milli sín.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar