Hallveig og Þorbjörn Rúnarsbörn

Hallveig og Þorbjörn Rúnarsbörn

Kaupa Í körfu

FLUTNINGUR á tveimur aðventukantötum eftir Johann Sebastian Bach marka upphaf 22. starfsárs Listvinafélags Hallgrímskirkju á morgun, sunnudaginn 30. nóvember. Verða kantöturnar fluttar í guðsþjónustu klukkan 11.00 og á tónleikum klukkan 17.00, þar sem einnig verða fluttir þrír orgelforleikir Bachs yfir aðventusálminn Nú kemur heimsins hjálparráð. Flytjendur eru Scola Cantorum, einsöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir og Þorbjörn Rúnarsson, sem eru systkini, Guðrún Edda Gunnarsdóttir og Alex Ashworth. Stjórnandi er Hörður Áskelsson og Björn Steinar Sólbergsson leikur einleik á Klais-orgel kirkjunnar MYNDATEXTI: Þorbjörn og Hallveig Rúnarsbörn syngja í aðventukantötum eftir Bach.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar