Bergsveinn Birgisson

Bergsveinn Birgisson

Kaupa Í körfu

Fremst í nýrri bók, Landslag er aldrei asnalegt, eftir nýjan höfund, Bergsvein Birgisson, er vélritað bréf til útgefanda frá oddvita Hneitisstaðahrepps. Þar er fullyrt að hjálagt bókarhandrit sé unnið upp úr dagbókum aðalsöguhetjunnar Halldórs Benjamínssonar. Oddvitinn og kona hans gægjast síðan af og til fram á síðum bókarinnar sem einskonar sjálfskipaðir ritstjórar, eða höfundar, og þau skrifa m.a.s. sjálf kaflabrot þegar Halldór þrýtur örendið. Bókin "hefur að sínu viðfangi mannlífið í Geirmundarfirði norður hér" eins og segir í bréfinu. Halldór er ungur sjómaður í sálarkreppu sem hefur leitað í öryggi, friðsæld og visku trillukarla í deyjandi sjávarplássi. Þegar félagarnir auglýsa eftir ráðskonu í verbúðina verður knýjandi fyrir Halldór að takast á við sársaukafulla fortíð sína. Í lok sögunnar kemur í ljós hvað plagar hann og hefur hrakið hann að heiman í þennan eyðilega fjörð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar