Laufabrauðsgerð

Birkir Fanndal Haraldsson

Laufabrauðsgerð

Kaupa Í körfu

Laufabrauð Mývatnssveit | Þegar komið er að jólaföstu kemst rót á húsmæður í Þingeyjarsýslu. Ekki síst er það þá laufabrauðsgerðin sem kallar á samstillt átak hugar og handa allra á heimilinu. Þá er algengt að fleiri heimili taki sig saman við þetta verk sem kallar á margar iðnar hendur við að hnoða upp í, fletja út, skera, bretta og steikja laufabrauðið. Handtökin eru mörg og mikilvægt að allir leggi hönd á plóg, þannig verður verkefnið skemmtilegra og brauðið bragðast betur. MYNDATEXTI: Kristín lítur upp frá verki með barnabörnunum Gunnari Heimi og Jónu Kristjönu Hólmgeirsbörnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar