Blautur Póstur

im Smart

Blautur Póstur

Kaupa Í körfu

Póstflutningabíll Íslandspósts fór út af brú og ofan í Núpsvötn. Ég reyni nú bara að hugsa sem minnst um þetta," segir Haukur Stefánsson, bílstjóri póstflutningabifreiðar Íslandspósts, sem fór út af brúnni við Núpsvötn í V-Skaftafellssýslu í fyrrinótt. Myndatexti: Póstflutningabíllinn, er talinn gjörónýtur. Í honum var póstur frá Austfjörðum, bæði bréf og bögglar. Unnið var að því í fyrrinótt og gær að safna póstinum saman með aðstoð björgunarsveita. Hann var síðan sendur til Póstmiðstöðvarinnar í Reykjavík síðdegis í gær. Ákveðið var að skrá og flokka allan póst sem í bílnum var. Hluti af sendingunni blotnaði og þurfti að þurrka hann. Upplýsingar um einstaka sendingar verða gefnar hjá þjónustuveri Íslandspósts í dag og næstu daga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar