Jólaseríur

Þorkell Þorkelsson

Jólaseríur

Kaupa Í körfu

Ljósakeðja með réttan gildleika og keðja sem bannað er að selja. LÖGGILDINGARSTOFA hefur sett sölubann á jólaljósakeðju sem framleidd er í Kína og flutt hefur verið inn til landsins og seld í verslunum. Um er að ræða inniseríu með íslenskum merkingum og leiðbeiningum. Segir Jóhann Ólafsson hjá rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu að snúrur ljósakeðjunnar uppfylli ekki kröfur um lágmarksgildleika. Jólaserían er með CE-merkinu á umbúðum og segir Jóhann að svo eigi ekki að vera, af fyrrgreindum orsökum. Löggildingarstofa telur ekki sérstaka bruna- eða snertihættu af ljósaseríunni, að hans sögn. Hægt er að kippa perunum úr ljósakeðjunni og segir Jóhann aðspurður það ekki skapa sérstaka hættu. Eldri gerðir jólasería eigi það sammerkt að hægt sé að losa perurnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar