Bókamessa í Kaffi Langbrók

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir

Bókamessa í Kaffi Langbrók

Kaupa Í körfu

Það er einkar jólalegt að fara á bókamessu í Kaffi Langbrók í Fljótshlíðinni. Stjörnubjartur himinn, norðurljós og brakandi snjór tók á móti gestum sem komnir voru til að hlýða á skáldin lesa úr nýútkomnum bókum sínum í byrjun jólaföstu. Skáldin Þorsteinn frá Hamri, Sigurður Pálsson, Sigurbjörg Þrastardóttir og Vigdís Grímsdóttir lásu úr verkum sínum á fyrstu bókamessunni á þessari jólaföstu en næstu helgi og síðar í desember munu fleiri skáld koma og lesa úr verkum sínum. Gengilbeinur á kaffihúsinu skemmtu gestum einnig með því að syngja nokkur jólalög og boðið var upp á ljúffenga síldarrétti að hætti hússins. Á myndinni eru Þorsteinn og Sigurbjörg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar